Um Tischer pallhýsi


Rótor er stoltur söluaðili Tischer pallhýsa á Íslandi - hönnuð fyrir þá sem gera kröfur.

 

Þau eru ekki ódýr í innkaupum en halda vel verðgildi sínu á meðan önnur falla hratt í verðum.

Þau eru því í raun þau ódýrustu á markaðnum því þú færð kaupverðið til baka.              

 

Pallhýsin eru smíðuð úr heilpressuðu samlokuefni sem gerir þau afskaplega létt og sterk.

Yfirbyggingin er klædd áli, sem breytist ekki eftir hitastigi, hvorki mýkist í hita né harðnar í frosti.

Klæðningin þolir einnig mikið hnjask s.s. högg án þess að rofna, brotna eða springa.

Allar innréttingar og búnaður eru af vönduðustu gerð, valin með gæði, þægindi og endingu að leiðarljósi.

 

 Yfirleitt eru pallhýsin frá Tischer sérpöntuð fyrir hvern og einn og getur bið eftir nýju húsi verið allt að 18 mánuðir.  Stundum eigum við þó ný hús á lager eða væntanleg, sem við getum selt frá okkur.

 

Pallhýsin okkar hafa verið aðlöguð íslenskum aðstæðum s.s. með breytingu á gasgeymslu ásamt föstum aukahlutum s.s. LED útiljósi, útisturtu ofl. og eru þær breytingar inni í verði án aukahluta.

Inni í verðinu er einnig val um 2 gerðir viðarklæðninga, nokkrar gerðir áklæða, púða og gluggatjalda.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    

Ath. Efni og vinna vegna breytinga á bíl þ.e. festingar, rafsett og ásetning er greitt sérstaklega við afhendingu.

 

Veljið ykkur nýtt hús á vefsíðu framleiðanda með því að smella hér

Skoðið notuð pallhýsi til sölu með því að smella hér

 

Verðdæmi á nýjum Tischer pallhýsum (árg. 2024), standard, breytt fyrir Ísland, án aukahluta, gengi 15.11.2023:

 

*Trail 200  frá  ca 7,0M  560kg  (2/2)  japanskir og evrópskir pallbílar, (án wc og sturtu)

*Trail 220  frá  ca 8,1M  643kg  (2/1)  japanskir og evrópskir pallbílar, (með wc og sturtu)

*Trail 230  frá  ca 8,2M  653kg  (2/2)  japanskir og evrópskir pallbílar, (með wc og sturtu)

*Trail 275S frá ca 9,1M  759kg    (4)    USA pallbílar, "3500"  6ft          (með wc og sturtu)

*Trail 305S frá ca 9,3M  780kg    (4)    USA pallbílar, "3500"  6 1/4 ft   (með wc og sturtu)

 

Dæmi um fáanlega aukahluti: Silfurlitur - strípur í sér lit - rafmagnstrappa 1 eða 2 þrep - markísa - sólarsellusett 100-200W - upplýsingaskjár fyrir rafbanka - auka rafgeymar - reiðhjólagrind - grilltengi úti - sofið langsum - auka skápar - auka gluggi í svefnrými - auka rafmagnstenglar 200V / 12B / USB - 12V pressu-kæliskápur - panoramatopplúga - lúga með öflugri viftu - inverter - loftkæling - sjálfvirkur gas-skiptir með stjórnbúnaði -  breyting á miðstöð í dísel / 220V - breytingar á borðum - loftun á WC-kassa o.fl. o.fl.



Trail 230 á Toyota Hilux VX D/C