Um sólarsellur

 

Rótor hefur selt og tengt sólarsellur og tengdan búnað í yfir 25 ár.

Við búum því að gífurlegri reynslu og þekkingu á búnaðinum. Við kappkostum að bjóða lausnir sem endast og skila því sem ætlast er til.

Við ráðleggjum ykkur með kaup á sólarsellum og fylgibúnaði m.v. notkunarþörf og aðstæður. Við eigum einnig lausnir í lýsingu, rafbúnaði, kyndingu, vatns- og gasbúnaði og bjóðum þannig heildarlausnir m.a. fyrir sumarhúsaeigendur.

 Sólarsellur eru mest notaðar af ferðafólki til lýsinga í ferðavögnum hvers konar, sumarhúsum og til hleðslu rafgeyma víða um land.
Við bjóðum upp á sólarsellur í 3 gæðaflokkum til að koma til móts við ólíkar þarfir og óskir viðskiptavina okkar.


Gæðafl. Áætl lífár / Verksm. ábyrgð    Verð pr.W/lífár    W/fm
  #1   50+            20 - 30 ár    10 - 14  kr. (50)  120 - 130
  #2   25+            10 - 20 ár    12 - 15  kr. (25)    80 - 100
  #3    5+             1  - 3  ár    35 - 50  kr. (10)    30 -  50


Verksmiðjuábyrgð nær til afkasta, þ.e. að ljósnæmni/afköst sé minnst 80% af upphaflegri afkastagetu. Söluábyrgð nær til annarra hluta s.s tengidósa, ramma, þéttinga o.þ.h.

Skoðið vörurnar með því að smella á feitletrun:> 1. flokkur,                                   
                           Öflugustu sellurnar á markaðnum.
                           Mestu afköstin m.v. flatarmál, lengsti líftíminn. 
                           Henta þar sem mestu gæða er krafist, heils árs notkun.
                            
> 2. flokkur,   
                           Lang vinsælustu sellurnar, nú á lækkuðu verði.
                           Með sama eða meiri líftíma og húsbílar og vagnar 
                           og henta því prýðilega til þeirra nota, sumarnotkun.

> 3. flokkur,                    
                           Þunnar sveigjanlegar sólarsellur, sem þola hnjask ágætlega.
                           Vinsælar á fellihýsi, í tjaldvagna, rafmagnsgirðingar ofl. óregluleg notkun.

  
     Skoðið jafnframt;
 
      Sólarsellur á húsvagnasumarhúsá sjó og á ferð