Ampair 100W


 Sennilega sterkasti rafall heims, framleiddur af Ampair UK.
Smíðaður úr sýrufríu áli, ryðfríu stáli og koltrefjum. Sterkara verður það ekki.

Hannaður til þess að þola hvaða aðstæður sem er, jafnt vindhraða yfir  60 m/sek sem og saltvatnságjöf og ísingu.
 Hentar vel til hleðslu rafgeyma 12 eða 24V um borð í bátum, í fjallaskálum, sumarhúsum, neyðarskýlum og fyrir mælitæki.

Mest seldi rafall á Íslandi, til fyrirtækja og stofnana sem þurfa áreyðanlegan rafal  fyrir veðurstöðvar, skjálftamæla, fjarskipta- og neyðarbúnað.

Rafallinn er heils árs rafall og þolir verstu veður.


A-100 -12/24 með stjórnbúnaði og rafalsæti frá ca 265 þús m vsk. 

Skoða rafal á YouTube


 Mynd að neðan:
 A-100-12 í eigu ISOR, staðsettur við Kröflu.