Tischer pallhýsi


Rótor er stoltur sölu- og þjónustuaðili Tischer pallhýsa á Íslandi - hönnuð fyrir þá sem gera kröfur.

Húsin eru ekki lagervara heldur sérpöntuð fyrir hvern og einn og því sérsniðin af þörfum kaupenda.              

Þau fást í fjölda gerða og 2 grunnútfærslum; "Trail" með rúnuð horn og "Box" með köntuð horn.

Þau eru smíðuð úr heilpressuðu samlokuefni sem gerir þau afskaplega létt, sterk og jafn þolin gegn mesta hita sem og miklu frosti. 

Yfirbyggingin er klædd áli því það breytir sér ekki eftir hitastigi, og því hvorki mýkist í hita né harðnar í frosti.

Klæðningin þolir því einnig mikið hnjask s.s. högg án þess að rofna, brotna eða springa.

Þú velur þér hús, búnað, aukabúnað, lit á áklæði og gardínum og getur síðan fengið húsið afhent hjá framleiðanda eða hjá okkur.

Veljið ykkur hús með því að smella hér

 

Ath: Við getum verið með notuð hús á skrá, laus eða væntanleg, nánar í síma 8951494, Lárus.

 

 Verðdæmi á nýjum Tischer pallhýsum m.v. 1. mars 2020:

Tischer Trail 200  frá  ca kr.  5.080.000,- (2/2)  japanskir og evrópskir pallbílar, (án wc og sturtu)

Tischer Trail 220  frá  ca kr.  6.155.000,- (2/1)  japanskir og evrópskir pallbílar, (með wc og sturtu)

Tischer Trail 230  frá  ca kr.  6.325.000,- (2/2)  japanskir og evrópskir pallbílar, (með wc og sturtu)

Tischer Trail 275S frá ca kr.  6.790.000,-   (4)    USA pallbílar, "3500"  (með wc og sturtu) Skoða smíði Tischer á YoutubeTrail 230 á Toyota Hilux VX D/C