Gaskútageymslur

Gaskúta má ekki geyma inni í bílum og vögnum, nema að þeir séu í traustu, lokuðu rými (skáp) sem er eingöngu með aðgengi að utan og engin hætta sé á leka inn í lífrými. Gaskútageymsla á að vera vel loftræst, bæði niður úr gólfi og ofan miðju. Hún á að vera læst þegar lokað er fyrir kúta (húsvagn ekki í notkun) en ólæst þegar opið er fyrir kúta svo hver sem er geti lokað fyrir gas eins fljótt og mögulegt er ef t.d. eldur kemur upp.
Merkið gasgeymslur með gula aðvörunarmerkinu sem fást á áfyllingarstöðum, það getur bjargað mannslífum. Ykkar!
Munum að gas er hættulítið ef við umgöngumst það rétt, en lífshættulegt ef við hunsum hinar einföldu umgengnisreglur.
 

Við bjóðum upp á 2 gerðir plastkassa sem ætlaðir eru fyrir gaskúta.
Önnur gerðin er fyrir 1stk 2-5kg kúta, en hin fyrir 2stk 11kg kúta.
Báðar gerðir eru ætlaðar til að sitja á undirstöðu utandyra.
Sú stærri hentar stærri vögnum og húsbílum en sú minni fyrir t.d. tjaldvagna og van-bíla.