Toppar, svefntoppar


Við útvegum úrval toppa frá Reimo á húsbíla fyrir t.d. VW, MB, Fiat, Ford, Renault ofl. Ýmist er um að ræða full-háa toppa, milliháa, pop-up eða svefntoppa sem lyftast upp með tjaldhliðum og oftast með rúmstæði fyrir 1-2.
 Við gerum ykkur tilboð í topp með ásetningu í Reimo-gæðum með styrkingu yfirbyggingar til þess að viðhalda veltistyrk. Allar gerðir eru framleiddar í samvinnu við viðkomandi bílaframleiðanda og prófaðar af TÜV, Þýskalandi til að alls öryggis sé gætt.
 Ísetning fer fram á vetrarmánuðum þ.e. október - apríl, ekki á sumrin.

 Ath! Við seljum ekki toppa án ásetningar að kröfu Reimo til þess að viðhalda ábyrgð!

Hægt er að skoða hluta toppana með því að smella hér.