Dekalin efnavara

 

 

Lím og þéttiefni, sérhannað fyrir húsvagna.

Ætlað fagmönnum.

 

Dekalin bv framleiðir þéttiefni, fylla og lím fyrir flesta framleiðendur húsbíla og hjólhýsa í Evrópu. Límkíttin frá þeim eru MS-Polymer efni en ekki Polyurethan eins og algengast er og því mun sterkari og endingarbetri en flest önnur lím á markaðnum, enda ætlað að endast í marga áratugi.

 Dekalin-efnin gera fagmönnum kleift að gera við og þjónusta húsbíla og vagna þannig að þeir haldi upphaflegum styrk og endingu.