Dekkjaþéttir


 RPS-Dekkjaþéttirinn er endanleg lausn á götun dekkja fyrir vinnuvélina, hjólbörurnar og allt þar á milli. Efnið leysir af hólmi eldri gerðir af efnum, sem hafa verið frekar óvinsæl af dekkjaverkstæðum.

 Fljótandi efninu er dælt inn á dekk um loftventilinn og þrýstist sjálfkrafa í öll göt sem myndast og þéttir samstundis. Efnið samanstendur af trefjaefni og glycol-blöndu (frostlegi).

RPS-efnið eykur endingu dekkja um 15-25% og minnkar viðhaldskostnað með því að..

1. ...lágmarka þrýstingstap vegna götunar,
       engra viðgerða er þörf og ekkert vinnutap.
2. ....kæla dekkið með því að flytja hita frá 
       snertifleti út í hliðar.
3. ...jafna þyngd (balancera) í akstri að 80km/klst

RPS er ætlað jafnt í ný dekk, sem eldri, með slöngu eða án. 
RPS þéttir göt allt að 14mm (XHD)
RPS þolir -30°C án þess að breyta eiginleikum sínum
RPS er aðeins sett einu sinni í dekk, því fyrr því betra.
RPS lágmarkar þurrk (fúa) í gúmmíi, nuddsár og ryð í felgu.
RPS inniheldur engin lím eða leysiefni og sólning því ekkert vandamál.
RPS skolast auðveldlega burt með vatni.
 
Dæmi um notkun;
 LTD ; Reiðhjól, skutlur, hjólbörur, kerrur, ferðavagnar, golf bílar, hjólastólar.
 STD ; Vörubifreiðar, dráttarvélar, mykjudreifarar, lyftarar, 4-hjól, vélhjólbörur.
 XHD ; Vegheflar, kranabifreiðar, hjólaskóflur, búkollur

 Efnið er ekki ætlað á fólksbifreiðar eða tæki gerð fyrir meiri hraða en 80km/klst vegna hugsanlegs ójafnvægis í þyngdardreifingu.
Skoðið bæklinga á ensku um vöruna með því að smella á tengi hér að neðan./media/2111/2043-7086ffebca2b9bbb4c8e36fce4b6821e.pdf