Vélahitarar 220V


 Afskaplega fyrirferðalitlir en öflugir vatnshitarar með 220V elementi og hringrásadælu sem dælir 10L á mínútu.

 Spara eldsneyti og auka endingu véla, svo ekki sé minnst á þægindin.

Búnaðurinn tengist einfaldlega inn á kælikerfi aflvéla með því að rjúfa vatsnlögn og hitar upp vélina fyrir gangsetningu.
Ísetning tekur yfirleitt 10-20 mínútur, leiðbeiningar fylgja.

Hægt er að hafa hitarana í sambandi langtímum saman en til þess að spara rafmagn er einfaldast að tengja búnaðinn þegar vaknað er að morgni, með rafmagnsframlengingu í gegnum glugga, eða með tengilklukku (220V), sem tengir á fyrirfram ákveðnum tíma.
Tengilklukkur fást m.a. í öllum byggingavöruverslunum.

S-8003, 2000 w - kr. 35.790,-
(Bensínvélar, fólksbifreiðar)

S-8004, 2000 w - kr. 37.550,-
(Dísilvélar, jeppar, dráttarvélar)
 
S-8005, 3000 w - kr. 39.680-

(Dísilvélar, vörubifreiðar, vinnuvélar)