RafgeymarMiklu máli skiptir að notaðir séu vandaðir og góðir rafgeymar þegar losun er mikil og tíð, sama hverjar aðstæðurnar eru.
Venjulegir bílgeymar (startgeymar) henta engan veginn til þessara nota og skal varast að nota þá nema til að ræsa aflvélar. Þeir þola illa að falla í spennu og endast gjarnan skamman tíma. 

 Vandaðri gerðir rafgeyma eru með 7-20ára endingartíma eftir tegundum og gerð, og með allt að 10 ára verksmiðjuábyrgð.

 Rótor leytast við að útvega þá rafgeyma sem við á hverju sinni, innan þeirra verðmarka, geymslugetu og gæðastaðla, sem viðskiptavinur sættir sig við. 

Nánar um Gel og AGM rafgeyma

VRLA AGM: áætlaður líftími 7-10 ár (Bátar, húsvagnar, rafbankar)
VRLA GEL: áætlaður líftími 12 ár     (Sumarhús, rafbankar)
VRLA GEL 2V:áætlaður líftími 20 ár  (Stórir rafbankar)

AGM geymar eru með mjög lága innri mótstöðu sem gerir þá æskilega þar sem mikill rafstraumur fer inn og út og mikil og hröð afhleðsla s.s. við áriðla (invertera), handfærarúllur, spil og start. Þeir þola einnig frost mun betur en t.d. Gel geymar.

GEL geymar þola mestu afhleðsu og eru með mestan líftíma að uppfylltum vissum skilyrðum um hleðslukerfi. Þeir eru gjarnan notaðir í stærri rafgeymabanka fyrir vind- og sólarorku en henta síður í búnað sem hlaðinn er af alternator s.s. í bílum og bátum, en þar endast þeir oft skemur en AGM rafgeymar en eru dýrari.

 

Nánar um rafgeyma, stærðir og verð með því að smella hér.