Ýmsar tengiskinnur

 

Tengiskinnur eru oft notaðar í stærri jafnstraumskerfum til þess að lágmarka tengingar inn á rafgeyma, höfuðrofa eða segulrofa.

Sérstaklega á það við þegar um svera kapla er að ræða s.s. við spiltengingar, aflúrtök hvers konar og aukabúnað.

Flestar gerðirnar eru einangraðar og fást í ryðfrírri útgáfu sem hentar vel um borð í bátum og þar sem raki er mikill.

Straumflutningur getur verið allt frá 100 - 1.000A, með tengiboltum frá 1 - 24.