Cyrix-ct

 

  Vinsælustu hleðsludeilarnir okkar,  frá Victron Energy.

 

Deilarnir fást í 3 megin stærðum, 12V/24V; 120A, 230A eða 400A.

Afskaplega einfaldir í tengingu, áreiðanlegir og þægilegir á allan hátt.

 

Cyrix-ct henta þar sem rafgeymasettin nota sama hleðsluferli og endaspennu.

Ef ekki - notið þá frekar DC-DC Smart spennubreytana með stillanlegri útspennu.

Eins hentar DC-DC Smart betur þegar hlaðið er með "smart-alternator" með breytilegri útspennu.

Athugið að sérstakir deilar eru notaðir við Lithium rafgeyma (Li-ion).


Cyrix-ct stjórnar allri hleðslu á milli tveggja rafkerfa, hvort sem er frá startgeymi/alternator (1>2), frá landtengingu/hleðslustöð (2>1) eða frá sólarsellum (2>1).

 

 Búnaðurinn metur hvenær rétti tíminn er til þess að tengja/aftengja rafgeymasett út frá spennumælingu.

Jafnframt er hægt að tengja rásirnar handvirkt með rofa í mælaborði (fylgir ekki).  

Þegar um Lithium rafgeyma (LIFePO4/LFP) er að ræða stjórnast deilirinn gjarna af stýringu (BMS).  

Þar eru jafnframt notaðar fleirri gerðir, sjá nánar í tækniupplýsingum, hér að neðan.  

 

Tengingar: 2x6/8mm tengiboltar og 2x6mm spaðar.

 

Tækniupplýsingar Cyrix-ct  

Tækniupplýsingar Cyrix-Li-ion 120

 

Cyrix-ct 120A 12/24V     kr. 12.750,- 
Cyrix-ct 230A 12/24V     kr. 26.670,- 
Cyrix-ct 400A 12/24V     kr. 46.520,- 
Cyrix Li-ct 120A 12/24V  kr. 17.420,- 
Cyrix Li-ct 230A 12/24V  kr. 37.300,- 
Cyrix Li charge 120A 12/24V   kr. 15.450,-