Um vefverslun

 

Kæru viðskiptavinir.

 

Nú er búið að tengja vefverslun við gömlu síðuna okkar sem hefur líkað svo vel, þótt hún sé ekki af allra fínustu gerð.

Vefverslunin vinnur þá samhliða vefsíðunni og því hægt að versla beint af gömlu góðu síðunni okkar.

Uppsetning er aðeins u.þ.b. hálfnuð en reikna má með að allt að 1000 vörur verði hægt að versla í vefverslun Rótors þegar hún er komin í endanlegt horf.

 

Nú þegar er hægt að versla meira en 400 vörunúmer beint í gegnum síðuna og greiða með bankamillifærslu eða greiðslukortum.

Þegar rauður körfuhnappur er við vöruheiti er hægt að versla viðkomandi vöru með því að smella á hnappinn og fylgja leiðbeiningum.

 

 Hægt er síðan að velja hvort vara er sótt í verslun eða henni ekið frítt á næsta pósthús við okkur.

 Munið bara að senda greiðslukvittun á rotor@rotor.is þegar greitt er með bankamillifærslu.

 

Hér má svo nálgast  Skilmála vefverslunar rotor.is

 

Takk fyrir og bestu kveðjur. 

 

Rótorar.