Spennustýrðir rofar BP Smart

         

 

                 Battery Protect frá Victron Energy

 

Mjög háþróaðir rofar sem vinna á 6-35V spennu, stillanlegir með bluetooth.

Þeir eru hugsaðir til þess að vernda rafgeyma fyrir of mikilli afhleðslu sem og ofhleðslu.

 Búnaðinum er stjórnað með örgjörva og MOSFET rofum og mælir stöðugt spennu og lætur vita ef spenna fer niður fyrir sett mörk í 12sek. samfellt (væla og/eða ljós). 

 Ef engin breyting verður innan 90 sekúndna rífur búnaðurinn rafstrauminn. Hann tengir síðan á ný 30 sekúnum eftir að lágmarki er náð.

 Hægt er að stilla útslátt og innkomu á fjölda vegu með bluetooth tengingu eða manual og breytast stillingar ekki þó svo búnaðurinn missi straum.

 Rofarnir vernda þannig bæði rafgeymana sem þeir tengjast og einnig notandann við of lágri spennu.

 

 Sækið ykkur frekari upplýsingar með því að smella hér.

 

Hægt er að fá rofana í 3 gerðum  ;

 65A (250), 100A (600) og 200A (600)  miðað við stöðugt álag (max í 30sek.)

 

Smart BP-65/250A  kr. 14.200,- 
Smart BP-100/600A  kr. 17.750,- 
Smart BP-220/600A  kr. 26.350,-