10.6. Lithium rafgeymar?

 

Ertu að velta fyrir þér að skipta úr AGM eða GEL yfir í Lithium? 

Ef svo er, er mikilvægt að átta sig á kostum og göllum hverrar gerðar fyrir sig.

 

Neyslurafgeymar, sem venjulega finnast í hjólhýsum, húsbílum og bátum, eru hannaðir til að skila viðvarandi straumflæði yfir langan tíma.

En hvernig og hversu lengi fer eftir gerð og stærð rafgeymis, straunotkun og hleðslu. 

Venjulegur lífaldur flotsýrugeyma/startgeyma er 3-5 ár, AGM rafgeyma 5-7 ár og AGM SC rafgeyma 6-10 ár. Lithium rafgeymar geta hins vegar lifað yfir 10 ár.

Gel geymar hafa hins vegar ekki orðið langlífir í bílum og vögnum, oft aðeins 2-4ár. Þeir eru viðkvæmir fyrir lægra hitastigi,  eru næmari fyrir ójafnri hleðsluspennu sem oft fylgir hleðslu frá alternatorum, sem er megin orsök skammlífis þeirra. Hægt er þó að lengja líftíma þeirra verulega með DC-DC  hleðslubúnað  með stillanlegri útspennu. Stillanlegir DC-DC spennubreytar henta fyrir alla rafgeyma, ekki síst Lithium.

Þar sem AGM SC rafgeymar geta hlaðist beint af rafgeymi, þola betur hitsveiflur,  hafa jafnan náð yfir 8 ára aldri og eru ódýrari, eru Gel geymar smátt og smátt að detta af markaði.

 


Kostir þess að skipta yfir í Lithium 

 

Lengri líftími 

Einn af áberandi kostum Lithium rafgeyma umfram blý/sýru eða AGM er lengri líftími þeirra, þol og úthald. Ef við miðum við ráðlagða afhleðslu frá framleiðanda og síðan endurhleðslu sem 1 lotu gætum við sagt sem svo að þegar startgeymir getur lifað 300-500 lotur og AGM (SC) um 600-1000, fer Lithium rafgeymir oft í 2500 - 3500 lotur.

Lithium rafgeymir getur því verið skynsamleg langtímafjárfesting. 

 

Frábær orkunýting 

Lithium rafhlöður geyma mun meiri orku og geta skilað allt að 90% hennar á kjörspennu á meðan sýrugeymar falla eftir 50-60%.

Þetta þýðir að hægt er að fá meira afl úr Lithium, jafnvel hálf hlöðnum, og tryggir að raftækin þín haldi áfram að ganga óaðfinnanlega. 

 

Hraðhleðsla 

Lithium rafgeymar hlaðast gjarnan mun hraðar en blý/sýru eða AGM rafgeymar. Vegna lítillar innri mótstöðu geta þeir náð fullri afkastagetu á

örfáum klukkustundum með réttum hleðslubúnaði, þegar sýrugeymir þarf jafnvel heilan dag til að hlaðast upp. Svo ef þú ert mikið á ferðinni getur

Lithium rafgeymir ásamt réttum búnaði sparað þér mikinn tíma og óþægindi. 

 

Léttur og fyrirferðarlítill 

Lithium rafgeymar eru mun léttari og fyrirferðarminni en sambærilegir blý-sýru eða AGM rafgeymar. Þetta gerir þá auðveldari í meðhöndlun og uppsetningu.

Stærri gerðir fást einnig í 24V og 48V í einum kassa í stað 2ja - 4ra í AGM. Ef þú ert að glíma við plássleysi geta Lithium rafgeymar sannarlega verið lausnin; 

Margföld afköst m.v. sama rými.

Það getur því verið peninganna virði að fjárfesta í Lithium rafgeymi og auka verulega afköst án þess að þurfa að kosta til meira plássi.

 

 

Helstu gallar Lithium rafgeyma

 

Það er mikið um upplýsingar á netinu og víða sem dásama Lithium rafgeyma og ekki að ástæðulausu.

Hin hliðin gleymist þó oftar en ekki.  Málið er nefnilega ekki bara svart og hvítt.

Skoðum hér nokkra galla:

 

1. Misjöfn gæði

Mikið er framleitt af Lithium rafgeymum í heiminum í dag og því miður af misjöfnum gæðum eins og með svo margt annað.

Flestir stærri framleiðendur bjóða rafgeyma af vandaðri og viðurkenndri gerð. Minni framleiðendur, oft frá Asíu, bjóða oft síðri vöru á lægri verðum.

Þá rafgeyma má oft finna á vefverslunum, þar sem neytendur geta verslað beint frá framleiðanda. Við mælum með að keyptir séu rafgeymar af

viðurkenndum gerðum, merktum framleiðanda, en ekki seljanda eða öðrum, sem er oft einkenni á síðri, ódýrari gerðum. 

 

2. Þola illa hitabreytingar 

Lithium rafgeymar vinna best við stofuhita, 10-35°C, og henta því til notkunar á landsvæðum, sem búa við það hitasvið, síður á öðrum.

Flestar gerðir Lithium neyslurafgeyma eru þó með innri varnir varðandi ofhita og eins kulda. Þar sem þeir verða gjarnan óvirkir við 0°C eru þeir

gjarnan búnir hitagjafa sem nýtir orku rafgeymisins til þess að halda hitastigi ofan hættumarka - þ.e. orku, sem hann með réttu á að geyma en ekki eyða.

Þess vegna fer illa á því að geyma Lithium rafgeyma með sjálfvirkri hitastillingu við hitastig undir 10°C.

 

3. Minni hraðlosunargeta

Þegar til stendur að velja rafgeymi fyrir stóra áriðla, dráttarspil, start eða annað sem tekur mikinn straum þarf að huga að hraðlosunargetu.

Lithium rafgeymar eru gjarnan með mun minni afkastagetu/þol í hraðlosun en t.d. flotsýra, AGM og AGM SC.

 

4. Hátt verð

 Vega þarf og meta verð Lithium rafgeyma vs. t.d. AGM rafgeyma til þess að taka upplýsta ákvörðun um kaup. Nýrri gerðir AGM rafgeyma (SC) eru

með 8-10 ára líftíma og þola ítrekaða afhleðslu, kosta minna og þola vel hitabreytingar. Þeir eru hins vegar mun þyngri og þurfa meira rými.

Þegar verð á Lithium rafgeymum er skoðað þarf einnig að taka inn í reikninginn ýmsan aukabúnað sem þarf til þess að búnaðurinn virki .s.s í

hjólhýsum og húsbílum. Það eru þá hleðslu- og afhleðslubúnaður sem þó er í sumum tilfellum innbyggður í rafgeymana, sem  þá aftur getur verið

galli í stærri kerfum.

 

 Niðurstöður:

Eins og sjá má á ofangreindu er enginn stóri sannleikur falinn í Lithium rafgeymum. Þeir henta víða en annars staðar síður.

Má segja að ef þyngd og fyrirferð skipta öllu máli er Lithium góður kostur í umhverfishita yfir 0°C.

Ef á velja ódýrari kost, í rými sem er gjarnan kalt og jafnvel undir frostmarki (s.s. stöðuhýsi eða sumarhús) væri AGM /- SC valið.

 

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX