Startkaplar

 

Startkaplarnir okkar eru í hæsta gæðaflokki, ætlaðir fagmönnum, bílstjórum, verktökum og björgunarsveitum.


 Kaplarnir eru með olíu- og sýruþolinni gúmmíkápu, sem stirðnar ekki í frosti en kjarninn er fínofinn kopar. Klærnar eru samtengdar með ofinni vírlykkju og snertifletirnir hreinn kopar, flutningsgeta 500A.

Við ráðleggjum 25q fyrir fólksbíla, 35q fyrir jeppa og díselbifreiðar og 50q fyrir vörubifreiðar og vinnuvélar. Einnig getum við sérsmíðað startkapla eftir óskum viðskiptavina og eigum til þess klemmur og TWIN-FLEX kapla frá RIPCA.

 

Hægt er að skoða kaplana og versla beint í gegnum véldeild með því að smella hér.