Þar sem við erum svo dugleg að taka okkur ekkert sumarfrí
förum við til sólarlanda yfir mesta skammdegið og jólastressið.
Það er einnig lítið að gera í versluninni þennan tíma öfugt við sumarið.
Við mætum svo galvösk á nýju ári enda búið að panta mikið af vörum
sem væntanlegar eru í janúar.
Það gengur ekki að vera með tómar hillur sko.
Við þökkum fyrir viðskiptin á árinu og hlökkum til að sjá ykkur á því næsta.
Gleðilega hátíð, frá Tene :)