rotor.is er orðin ein allra stærsta og umfangsmesta vefsíða landsins.
Hún er reist á grunni sem var reistur 2004 og síðan uppfærð nokkrum sinnum síðan.
Við elskum síðuna okkar og það gera viðskiptavinir okkar einnig.
Sífellt fáum við að heyra hversu góð og gagnleg hún er.
2023 tengdum við vefverslun inn á vefsíðuna okkar.
Það er enginn í verslunarrekstri nema hann sé með vefsíðu og vefverslun .... ;) eða hvað?
Til stóð að minnka þann tíma sem fór í símapantanir og bjóða jafnframt upp á 24/7 afgreiðslu.
Það var ótrúlega mikið mál að koma þessu í gang og tók mikinn tíma.
Aðallega voru vandræðin vegna þess að við vildum halda gömlu góðu vefsíðunni.
Það þurfti því að setja upp hliðræna vefverslun og tengja hana svo inn á rotor.is
Við erum með hátt í 5.000 vörunúmer á skrá og á annað þúsund á lager.
Stefnan var sett á 1000 númer á vefsíðunni og var það langt komið.
Loksins komst þetta í gang og virkaði prýðilega.
Staðreyndin var hins vegar sú að viðskiptavinir okkar eru ekki einungis að sækja í vörurnar okkar.
Þeir vilja fá ráð og hugmyndir varðandi vöruval, uppsetningu og bestu kostina.
Einnig þarf að minnast yfir 3000 vörunúmera sem ekki voru á síðunni og oft þurfti að sérpanta.
Þeir sem síðan notuðu vefverslunina þurftu einnig oft að hringja inn hvort sem er, til þess að spyrja að hinu og þessu.
Tímasparnaðurinn var því takmarkaður þegar upp var staðið.
Þeir sem þó versluðu á síðunni voru oft á tíðum að kaupa eitthvað smálegt svo kostnaðurinn varð meiri en arðurinn.
Þegar síðan bættist við að skila þurfti vörum og skipta vegna þess að rangt var valið, fóru að renna á okkur tvær grímur.
Ofan á þetta bættist að vöruúrval okkar jókst töluvert og/eða breyttist með nýjum birgjum og mikið verk að uppfæra vefsíðuna og verð.
Einnig fór mikill tími í að viðhalda vefsíðunni vegna stöðugra verðbreytinga því við leggjum mikinn metnað í að hún sé alltaf rétt.
Þegar búið var að prófa þetta í 6 mánuði var ákveðið að minnka umfang hennar.
Nú er hins vegar búið að loka henni fyrir fullt og allt.
Við erum ekki bara verslun.
Við búum yfir geysilegri reynslu og þekkingu, sem viðskiptavinir okkar sækja í.
Við miðlum þeirri þekkingu með glöðu geði en viðskiptavirnir verða stundum að sýna okkur biðlund,
Sérstaklega á háannatíma á sumrin.
Endilega fækkið símtölunum en fjölgið fyrirspurnum á tölvupósti og látið símanúmerið fylgja.
Þannig getum við best þjónað ykkur, en um það hefur þetta snúist allan tímann.
Gaman saman :)