18.2. Val á sólarsellum

 

Sellur á Íslandi 

Hér eru sólarsellur t.d. notaðar á húsvagna, sumarhús, útihús og til eftirlits; mælitæki / myndavélar.

Þær hafa einnig reynst vel þar sem ekkert rafmagn er að hafa s.s á eyjum, eyðibýlum og annnesjum og þá ásamt vindorku og rafstöð til vara.

Í þeim tilfellum er hlutverkið að lágmarka notkun rafstöðvar, þ.e. að spara eldsneyti í stað þess að spara rafmagn.

Dálítið er þó farið að nota á stærri þök en enn er það mest á tilraunstigi og stærri fyrirtæki að hressa upp á ímyndina.

Vegna lélegra birtuskilyrða á Íslandi á veturna henta sellur hér best til sumarnotkunar.

Sólarsellur geta nýst sem varaafl við góðar aðstæður en keppa seint við innlenda orku.

 

Hvað á að kaupa?

Kaupendur sólarsella eru oft í dálitlum vanda.

Til eru margar gerðir þeirra, af mis góðum gæðum frá ótal framleiðendum.

Fólk freistast oft til þess að kaupa sem hæstu vattatöluna á sem lægstu verði

En eru það endilega bestu kaupin?

Eins og alltaf, er ekki skortur á seljendum sem vilja selja þér síðri vöru á allt of háu verði.

Það getur hins vegar verið erfitt að aðgreina tilboð, gerðir og verð sem berast úr öllum áttum.

 

 

Á mæltu máli ... 

Sellum er oftast ætlað að hlaða rafgeyma og því skilyrði að spenna þeirra (volt) sé hærri en rafgeymanna.

Ef við hugsum okkur blöðru sem við blásum upp, þarf hærri loftþrýsing en innan blöðrunnar til þess að loft skili sér inn í hana.

Því meiri sem loftþrýstingmunurinn er því hraðar getum við blásið upp blöðruna og betur.

Því meira sem svo safnast í blöðruna þurfum við að hækka þrýstinginn til þess að blaðran taki meira loft.

Það er eins með rafgeyma; það þarf að hækka spennuna (V) til þess að yfirvinna spennu rafgeymis til þess að hlaða hann.

Það er því nauðsynlegt að sólarsella gefi nægilega háa spennu (þrýsting) til þess að hlaða rafgeyminn.

Gallinn er hins vegar sá að síðri sellur falla mun fyrr í spennu en þær sem vandaðri eru og hætta þá að hlaða.

Það er hægt að leysa það með því að fjölga sellunum og byggja þannig upp spennu (þrýsting).

Sannleikurinn er þó sá að oftast dugar ein góð sólarsella í  stað margra síðri.

Kerfið verður þá mun minna, einfaldara, betra og ódýrara.

Það loðir oft við seljendur síðri sólarsella að vilja selja viðskiptavininum sem stærstar og flestar sólarsellur.

Lausin er oft sú að hafa þær af vandaðri gerð, með góða vattatölu og háa útspennu.

Sem dæmi með blöðruna,; Þú ert betur settur með 1 lúðrablásara en 4 asmasjúklinga ... :)

 

Úr blöðrum í sólarsellur

Sólarsellur eru oftast gerðar úr mörgum ljósnæmum kísilflögum, sem framleiða rafmagn undir sterku ljósi.

Því hreinni sem kísillinn er, því virkari og dýrari í framleiðslu. Hann er notaður í. e.k. samloku, sem síðan myndar hverja sellueiningu,

Kísilflögunum er síðan raðað saman upp að því marki sem óskað er, þ.e. hver afköstin sellunnar eiga að vera.

Kísilflögurnar geta verið misgóðar á milli framleiðenda en útlitið, aðferðin og umfangið er oftast svipað.

Æskilegast er að kísilflögurnar séu sem flestar því þá hækkar útspennan og sellan verður virkari í minni birtu.

Hellst eru notaðar Monochrystalline kísiflögur og svo Polychrystalline, sem eru síðri en ódýrari.

 

Þegar tilgreind er vattatala t.d. 100W eða 200W er það hámarks afköst við bestu aðstæður/ birtu (1000W/fm)

Öllu jafna ná sellurnar hámarks afköstum þegar sól er í hádegisstað og skín beint í sólarselluna (100%).

Eins og áður kom fram er hægt að fá margs konar sólasellur með nýtni frá 4% - 37%

Til nota eins og við þekkjum og er á almennum markaði eru algengastar sellur sem nýta 18 - 22% (þ.e. af 1000W/fm)

Sellur undir því eru vart nýtilegar en þær sem eru yfir eru oft full dýrar, sérstaklega ef farið er yfir 24% (hreinni kísill).

Sólarsella með 18% nýtni gæfi þá 180W/fm, 20% nýttni 200W/fm o.s.frv.

Þess utan er sellan að gefa breytilega spennu, niður í 0W þ.e. framleiðir þá ekkert í lítilli birtu,

Mjög mismunandi er hvenær sellur detta í núllið, og er það birta ásamt fjölda og gæða kísilflaganna sem ræður því.

 

Þeir sem selja ódýrustu sellurnar eru oftast að nota ódýrustu íhlutina þ.m.t. mis góðar kísilflögur.

Það er svo sem gott og blessað ef kaupandi er upplýstur um það og er alltaf sólarmegin í lífinu.

Þær síðri henta þó illa okkar markaði því þær hætta fljótlega að hlaða í minni birtu.

Það er hins vegar slæmt ef verið er að selja síðri sólarsellur sem hágæða sellur á allt of háum verðum.

Þar þurfa neytendur að vera á verði, því ein 200W sella er ekki endilega sama og önnur 200W.

 

Það er hins vegar erfitt að varast svik því á Íslandi er ekkert eftirlit með söluaðilum og málið því í höndum neytenda.

Menn geta því sagt þér það sem þú vilt heyra og selt þér stóra pakka án nokkurrar ábyrgðar "til að vera töff".

Ef þú kvartar síðan yfir virknini er lausnin að selja þér bara meira  :(

Eitthvað virðist einnig vanta upp á að sölumenn sólarsella hafi þá þekkingu sem æskileg er.

 

Að lokum ..

Á Íslandi þurfum við alvöru sellur vegna lélegra birtuskilyrða.

Sólarsellur þurfa að framleiða orku í langan tíma og við misjafnar aðstæður.

Forðist að kaupa sólarsellur eða annan rafbúnað á erlendum vefsíðum s.s. Alibaba, Made-in-China, Temu o.s.frv.

Forðist að kaupa af innlendum aðilum sem sjálfir kaupa af erlendum vefsíðum og endurselja.

Veljið vörur frá viðurkenndum framleiðanda með góða vefsíðu sem tíundar eiginleika sólarsellunnar ásamt gæðastöðlum.

Umbúðir skulu merktar framleiðanda (ekki söluaðila) með CE merkingu á umbúðum og vörunni sjálfri (Varist Kínverska CE (Chinese export))

 

Annað var það nú ekki í bili. :)

Góðar sólarstundir!

 

F.h. Rótor ehf

Lárus G. Brandsson