Jæja kæru vinir.
Enn eitt árið liðið og við enn hér, og getum ekki annað.
Við áttum yndislegt vetrarfrí í sólinni en trúleg verður maður fljótur að fölna í þessu skxxa veðri.
Nú verður farið á fullt í að panta inn og sjá til þess að allar hillur séu fullar þegar þið mætið.
Nokkrar sendingar komu í hús á meðan við vorum í fríi og hægt að fara að raða þeim í hillur.
Við komum til með að bæta enn í rafvöruúrvalið s.s. frá Blue Sea.
Stefnan í húsvagnavörunum verður verður hins vegar að minnka lager en fjölga sérpöntunum.
Einhver uppfærsla verður hjá Victron Energy s.s. í sólarsellum ofl. og verður nóg til af þeim.
Aukning hefur verið á tilboðspökkum í sumarhús, útihús, fjallaskála o.þ.h.
Það eru þá heildar lausn í rafmagni, hita og vatnskerfi. Þar kemur reynsla okkar sér vel :)
Sífellt fleirri opinberar stofnanir hafa tileinkað sé vörur okkar og þjónustu.
Einnig stærri verktakafyrirtæki, útgerðarfélög og bæjarfélög.
Munið að það er ekki stærðin sem gildir, heldur gæði og þjónusta !!