9.4. Vorskipið komið

 

Nú er svo komið að verslunin okkar stendur á blýstri.

Það eru vörur farnar að flæða út um gluggana - eða næstum því.

Þetta er auðvitað rétti tíminn, með páskana á næsta leyti.

 

Við erum auðvitað með gömlu góðu vörurnar, sem þið þekkið svo vel og svo eitthvað nýtt.

Við erum alltaf með Victron Energy, Reimo, Champion, Panadero, Blue Sea og það allt saman.

Í nýju má nefna Super sólarsellur frá Bauer, Þýskalandi, ætlaðar í stærri kerfi.

Svo eru það þakfestingarnar fyrir Bauer sellurnar frá Van der Valk.

Við erum svo að bæta inn nýjum vindrafal frá SilentWind, Portúgal.

Hann hentar fyrir sumarhús, veðurstöðvar og báta, sem dæmi.

Við ætlum að reyna að eiga Silentwind á lager en Ecletic Energy þarf áfram að panta.

 

Við höldum áfram að byggja upp lager frá Blue Sea fyrir þá sem vilja aðeins það besta.

Jafnt og þétt erum við að læra hvað markaðurinn vill og bregðumst þá við því.

 

Það verður gaman á fá ykkur í heimsókn og sýna ykkur allt dótið í Dótabúðinni  ;)

 

Við hlökkum til að sjá ykkur.