SilentWind 420W

 

Mjög öflugir, sterkir en léttbyggðir vindrafalar frá Portúgal.

Heilsárs raffall í 12, 24 eða 48VDC vegur aðeins 6,8kg.

Það er ekki að ástæðulausu að SilentWind er eitt vinsælasta merkið í bátasportinu í Evrópu.

 

Rafalarnir hafa einnig sannað sig við verstu vetraraðstæður ss á öðrum Norðurlöndum.

Þeir eru einstaklega hljóðlátir - eins og nafnið gefur einnig til kynna.

Frábær kostur fyrir báta, sumarhús, veðurstöðvar, myndavélar ofl, allt árið.

Rafall festist á rör, utanmál 48-50mm, úr áli, heitgalvaniseruðu stáli eða rústfríu.

 

Rafall með stýringu frá kr. 397.900,- (12V)

 

Ath. Mastur fylgir ekki, en galv. vatnsrör 1 1/2" hentar prýðilega.

 

----------------------------------------------------------------------

 

Nánari upplýsingar :

 

RAFALL / SILENTWIND PRO

Léttur, duglegur og mjög hljóðlátur 420W seltuþolinn vindrafall, með MPPT Hybrid Boost hleðslustýringu.

PRO er nýjasta útgáfan, sem byggir á velgengni hinna afar vinsælu Silent Power blaða, upprunalegu Silentwind og SilentWind 400+. PRO vindrafallinn kemur með MPPT Hybrid Boost stýringu sem gefur enn meiri skilvirkni þökk sé Hybrid-hönnuninni. sem gerir kleift að tengja samhliða allt að 20 amper frá sólarorku (300W).

  

Loftaflsfræði úr flugiðnaðinum

Með því að nota vindgangaprófanir og háþróaða loftaflsfræði ásamt þriggja fasa rafal, með Neodymium-Iron-Boron-(NDFeB) náttúruseglum, ná Silentwind PRO og Hybrid MPPT ótrúlega lágum ræsihraða sem er aðeins 2,2m/sek - mun lægri snúningur en hjá öðrum framleiðendum 400W rafala.

 

Silent Power Blades fylgja sem staðalbúnaður

Rafölunum okkar fylgja hin ótrúlega hljóðlátu "Silent Power Blades". Lagskipt, UV-ónæm koltrefjablöð, prófuð með góðum árangri í samræmi við DIN EN 61400-2 við fellibylshraða 122 km/klst (5480 snúninga á mínútu, með blaðenda á hljóðhraða). Næstum hljóðlaus með 70% minni hljóðmengun en sambærilegir rafalar. Þetta kemur sérstaklega fram á tíðnisviðinu á milli 1 og 12,5 kHz, sem við erum viðkvæmust fyrir. 

  

 

RAFALSTÝRING / MPPT Hybrid Boost

 

Boost-Function : Stillanleg boost-aðgerð eykur virkni og hámarkar afköst. Í hægviðri hefst hleðsla fyrr og afköst aukast í miklum vindi.



Bluetooth-virkni : Stýringin er með innbyggðum baklýstum LCD skjá sem sýnir allar kerfisbreytur. Þessi gögn er einnig hægt að skoða á Android og IOS tækjum í gegnum Bluetooth tengingu. Með því að nota þessa tengingu er einnig hægt að gera kerfisuppsetningu og aðlögun úr farsíma. Ytra loftnetið eykur drægni og bætir tenginguna.



Fjölþrepa hleðsluferli : Eftir að stilltri hleðsluspennu hefur verið náð mun stýringin skipta yfir í topp-hleðsluham, sem leyfir raunverulega 100% hleðslu og lágmarkar rýmisrýrnun og botnfall. Rafhlöðum er haldið í þessu fullhlaðna ástandi án þess að ofgera þeim áður en skipt er yfir í flotspennu (hvíld). Flot- og endaspenna er stillanleg fyrir allar gerðir rafhlaða, þar með talið lithíum.



Stöðvunaraðgerð : Þegar rafgeymar eru fullhlaðnir stöðvast hleðsla Silentwind PRO sjálfkrafa og skiptir rafallinn yfir í lághleðsluham með verulega lækkun á snúningi. Stormstillingin virkjar svo verndarham til að koma í veg fyrir skemmdir og nýja appið er með stöðvunaraðgerð til að stöðva vindrafallinn beint úr farsíma ef vill.

Dufthúðuð álhús

Straumlínulagað álhús Silentwind er bæði létt og marg prófað og fínstillt í vindgöngum til þess að tryggja lágmarks mótstöðu og gnauð. Glæsileg hönnun, sem sómir sér vel á glæsilegustu snekkjum.

 

Valinn besti kosturinn af skipstjórum 

SILENTWIND PRO var kosinn besti kosturinn fyrir öll vindskilyrði af sambandi snekkju-skipstjóra  (Superyacht captain´s club)

 

Raunveruleg próf í Karíbahafinu

 

Silentwind Boost Controller Power Curve

Silentwind PRO tæknilegar upplýsingar:

  • Gerð rafals: Náttúru-segulrafall, 3 fasa, Neodymium-seglar
  • Kerfisspenna 12, 24 og 48 VDC
  • Afköst: 420 vött (12V)
  • Upphafsvindhraði: 2,2 m/s
  • Byrjun hleðslu: 2,5 m/s
  • Hleðsluvísir: Blátt LED á neðri hlið rafalhússins
  • Vindhraðapróf á hafi: 35m/sek án vandræða
  • Þvermál snúnings: 1,15m
  • Vegur aðeins 6,8 kg
  • Þyngd blaðs: 150g á blað (lítill miðflóttakraftur)
  • Blaðefni: Koltrefjar CFK, lagskipt
  • Snúningshraði: 480 - 1420 rpm
  • Litur: Hvítur RAL 9010, dufthúðaður
  • Ábyrgð: 3 ár
  • Umbúðir: 780mm x 400mm x 210mm 10 kg

 

Ytri MPPT Hybrid Boost Controller tæknilegar upplýsingar:

  • Kerfisspenna 12, 24 og 48 VDC
  • Framleiðslugeta vinds og sólar: Vindur (12v - hámark 40A) Sólarorka (12v - hámark 20A)
  • Hámarksafl inntak vindrafalls: 600W
  • Hámarksafl inntak sólarplötu: 300W
  • Spennustillanleg fyrir rafhlöðutegundirnar: Gel, AGM, Acid og Lithium
  • LCD-skjár með öllum viðeigandi vinnugögnum: W, A, V, Ah
  • MPPT punktur vindrafals stillanlegur
  • Innbyggð rafbremsa – hleðslutakmörkun og stormbremsa
  • Átta gerðir af hleðsluútgangi valfrjálst
  • Kapaltenging – skrúfuklemmur
  • Stillingar / álestur- Bluetooth