Öflugur 2-faldur rofi frá Kraus og Naimer til að rjúfa/tengja straum frá sólarsellum.
Það er t.d. nauðsynlegt þegar verið er að vinna að uppsetningu, breytingum eða viðhaldi búnaðar.
Rofinn er settur upp fyrir 1 streng (2 pólar) en getur einnig annað 2 stengjum (2 x 2pólar).
Rofinn slær út báðum/öllum rásum samtímis og hentar fyrir allt að 25A við 450VDC.
Hann hentar í allar uppsetningar s.s. í húsvagna, sumarhús og stærri uppsetningar.
Ekki er hægt að opna rofahús nema slá út straumi fyrst.
Hægt er að læsa rofa í off-stöðu.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
Rofi KG20-4 kr. 12.750,-