Á hvers konar mannvirki til framleiðslu orku inn á net og/eða rafbanka eru notaðar háspennusellur.
Þær eru með mun hærri nýtni og útspennu en t.d. algengar húsvagnasellur.
Annars eru sellurnar oftast valdar með bestu nýtingu grunnflatar í huga til þess að hámarka afköst.
Búnaður frá okkur er m.a. notaður í fjölda sumarhúsa, ferðaskála, neyðarskýla, útihúsa og eyðibýla.
Einnig til að knýja endurvarpa, útvarpssenda, veðurstöðvar, skjálftamæla og myndavélar um allt land.
Við gerum tilboð í stærri verkefni og gjarnan í samvinnu við þjónustuaðila, sem sér um uppsetningu.
Ef þú sendir okkur fyrirspurn vaðandi þínar þarfir sendum við þér hugmynd að kerfi ásamt verðtilboði.
Við höfum mikla reynslu í hönnun rafkerfa ásamt hita- og vatnslausnum.
Í stærri uppsetningum þarf löggilta rafvirkja til þess að tengja búnað inn á rafkerfi húsa.
Þegar sellur eru valdar á sumarhús, fjallaskála, björgunarskýli, mælibúnað, endurvarpa eða annað sem notast gjarnan að vetri skiptir miklu máli að vera með háspennusellu og rafgeyma sem þola frost s.s. AGM SC rafgeyma.
Við bjóðum jafnframt upp á vandaðar festingar fyrir þök frá Van Der Valk, Hollandi.
Þær eru hannaðar fyrir íslenska veðráttu og hleypa snjó og klaka vel undir sig.
Sækja upplýsingar um þakfestingar, pdf
Verið í sambandi við verslun og við gerum ykkur tilboð í allt efni sem til þarf.
Sími: 555 4900 - e-m: rotor@rotor.is
215W / 40,1V - 46,0V | 1580/705/35 | Lagervara |
305W / 32,5 V - 39,7V | 1658/996/35 | Sérpöntun |
360W / 38,4V - 47,4V | 1980/1002/40 | Lagervara |
435W / 32,8V - 39,4V | 1762/1134/30 | Lagervara |