Bekkirnir frá Reimo eru yfirleitt gerðir til þess að breytast í rúm.
Hægt er að fá þá í mörgum gerðum, sniðna í tiltekna bíla og/eða innréttingar.
Bekkirnir eru ýmist boltaðir fastir í gólf eða hafðir á brautum.
Bekkirnir eru árekstrarprófaðir fyrir 3ja punkta belti og viðurkenndir af TÜV.
Brautirnar gera eiganda kleift að staðsetja hann að vild og jafnvel fjarlægja úr bíl.
Þegar tekinn er bekkur á braut er einnig teknar gólfplötur og einangrunarplötur.
Festingar og brautir eru gerðar fyrir tiltekna bílgerð og ekki hægt að færa þær á milli bílgerða.
Þær eru viðurkenndar af TÜV í Þýskalandi og þarf það vottorð að fylgja bíl við skráningu á bekk.
Hægt er að skoða bekki á heimsíðu Reimo með því að smella hér.
Algeng verð á 2-3ja sæta bekk án festinga geta legið á milli 500 - 900þús eftir gerðum.
Ísetning kostar frá ca 250.000,- m.v. fastann bekk.