Öflugir áriðlar, 3 - 8Kw, sem henta þar sem stopult eða lítið rafmagn er að fá og/eða notað er varaafl frá rafstöð.
Quattro hentar einstakleg vel sem orkumiðlun inn orkufrekan búnað þar sem flutningskerfi að notanda er ekki
starfinu vaxið. Hægt er að hliðtengja marga Quattro til þess að auka afköst og vinna þeir þá saman sem ein heild.
Einnig hentar búnaðurinn sem varaaflgjafi ásamt rafgeymabanka, þar sem rafmagn er óöruggt og/eða óstöðugt.
Áriðillinn hleður upp rafgeymabanka þegar rafmagns nýtur, sem hann síðan notar þess á milli til þess að
tryggja hnökralausa notkun. Skipting er svo hröð að tölvubúnaður, klukkur og annað helst inni.
Flestar gerðir geta tengst snjallbúnaði í gegnum Blutooth og VE-Direct netkerfi, og þannig hægt að stilla öll gildi.
Quattro getur ræst rafstöð sjálfvirkt þegar rafgeymabanki hefur náð ákveðnu gildi í ákveðinn tíma eða þegar orkuþörf
fer yfir ákveðin gildi. Áriðillinn drepur síðan á rafstöðinn þegar ákveðnu gildi er náð.
3 inntengingar ; landkapall. rafstöð, rafgeymabanki
2 úttengingar ; Stofn 1; keyrt af rafgeymabanka og/eða minni rafstöð. Fyrir notendur með forgang.
Stofn 2 ;keyrt af landkapli eða stærri rafstöð. Fyrir straumfreka víkjandi notendur.
Hægt er að stilla Quattro á fjölda vegu, s.s. hversu mikið hann notar af rafstöðinni og miðlar áriðillinn þá
rafmagni með því að taka af rafgeymasetti á álagspunktum, en skilar því svo til baka þegar álag minnkar.
Þannig getur lítil rafstöð oft gefið mikið afl í stuttan tíma; 850w rafstöð getur t.d. auðveldlega gefið yfir
5000w með miðlun í gegnum Quattro og rafgeymabanka.
Áriðlarnir fást í 12, 24 og 48V útgáfu, 3000 - 15000VA
Sækið frekari upplýsingar með því að smella hér.
Gerð-V/A + hleðsla (A)
|
W norm/max
|
Verð m/vsk.
|
Q12-3000 + 120A | 2400/6000 | kr. 428.880,- |
Q12-5000 + 220A | 4000/10000 |
kr. 634.600,- |
Q24-3000 + 70A | 2400/6000 | kr. 390.950,- |
Q24-5000 + 120A | 4000/10000 | kr. 535.610,- |
Q24-8000 + 200A | 6400/16000 | kr. 625.500,- |