7601 12/24V 65A
Hleðsludeilir ACR-m frá Blue Sea Systems
Nettur vatnsheldur deilir sem flytur 65-115A og hentar í rakt og saltmettað umhverfi.
Hann hentar því vel í báta, vinnuflokkabíla og vinnutæki.
Deilirinn mælir spennu rafgeyma (12/24V) og tengir og aftengir sjálvirkt.
Startpinni slær deilinum út á meðan startað er til að hlífa rafbúnaði.
Hægt er að setja deilinn upp á 3 vegu: Utaná flöt, á bak eða í gegnum þil. (sjá að neðan)
Led ljós á deilinum segir til um stöðu og virkni.
Vörunr. 7601, verð kr. 19.650,-