Öflugir segulrofar frá Blue Sea Systems, sem oft eru notaðir sem höfuðrofar eða tenging á milli rafkerfa.
Einnig henta þeir sem fjarstýring á orkufreka notendur s.s. rafmótora, áriðla og fl.
Þeir eru púlsvirkir, þ.e. taka ekki straum nema þegar gefinn er púls til þess að tengja/aftengja.
Hægt er að fá þá straumvirka ML500/B, sem tengja og halda við stöðuga straumtöku en aftengja annars.
ML500 henta jafnt í bifreiðar, vinnuvélar, skip og báta, IP66.
Tengiboltar eru 10mm og silfurhúðaðir fyrir hámarks leiðni og lágmarks tæringu.
Segulrofarnir seljast í setti ásamt tvívirkum rofa 2145.
Straumþol: 500A (100%) - 700A (5mín) - 1450A (30sek)
Verð kr 49.750,-