Handhægur gasofn sem hentar vel til þess að hita minni rými.
Ekta græja til þess að hita upp og þurrka rými fyrir svefn, í 5-10 mín.
Hann hitar með geislahitun sem berst vel um rýmið án blásturs.
Hitarinn notar því ekkert rafmagn og er alveg hljóðlaus.
Ofninn er með stiglausri hitastillingu og neistakveikju.
Hann notar einnota gashylki (fylgir ekki), sem falla inn í ofninn svo ekki þarf að tengja við hann gaskút. Það gerir hann enn þægilegri í notkun s.s. við færslu á milli rýma.
Hitageta 1,2Kw
Eyðsla: 75 - 90g/klst
Mál: 31,5 x 17 x 27,5
Þyngd: 1,5kg (án hylkis)
Athugið að ofninn má einungis nota í vel loftræstu rými og á stöðugu hitaþolnu undirlagi.
Einnig skal hann vera fjarri eldfimum efnum s.s. gardínum, tjaldi, þurrskreytingum o.þ.h.
Brunner Devil SD | Kr. 19.950,- |
Gashylki 220gr - 1stk | kr. 1.250,- |