Rafgeymar


Hjá Rótor fást einungis vönduðustu gerðir neyslu-rafgeyma.

Þeir eru m.a. notaðir af fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa sannprófað ágæti þeirra.

Ef tekið er tillit til verðs, afkasta og endingar er valið ekki erfitt.

Láttu okkur finna rétta rafgeyminn fyrir þig.


Miklu máli skiptir að notaðir séu vandaðir og góðir rafgeymar, sama hverjar aðstæðurnar eru.

Á það m.a. við rafgeyma sem notaðir eru við áriðla, spil og veiðarfæri hvers konar.


Venjulegir bílgeymar (startgeymar) henta engan veginn til þeirra nota og skal varast að nota þá nema til að ræsa aflvélar. Þeir þola illa að falla í spennu og endast gjarnan skamman tíma. 

Vandaðri gerðir rafgeyma eru með 7-20ára endingartíma eftir tegundum og gerð, og með allt að 10 ára verksmiðjuábyrgð.

Rótor selur neyslugeyma frá Victron Energy, þar sem farið er alla leið í gæðum til þess að hámarka áreiðanleika, afköst og líftíma. 

Við seljum ekki flotsýrugeyma eða startgeyma.

 

Nánar um rafgeyma okkar, gerðir, stærðir og verð með því að smella hér.