Gaslagnir eru lagðar í rörum úr stáli, eir eða í sérstökum gasslöngum.
Stálrörin eru 8 eða 10mm og gjarnan húðuð fyrir botnlagnir til að hindra tæringu.
Stálrörin henta í lengri lagnir sem lítið þarf að beygja s.s í undirvagna og skápabotna.
Eirrörin eru 8mm og henta þar sem mikið þarf að beygja s.s. í innréttingum o.þ.h.
Slöngur eru aftur notaðar þar sem hreyfing þarf að vera s.s. við gaskúta, tengibúnað, færanlegar hellur o.þ.h.
Gasslanga 8/14 (EN559) kr. 1.450,-/1m
Koparrör 8x1mm kr. 1.490,- / 1m
Stálrör húðað 8x1mm kr. 2.470,- / 2m