Gasskynjarar


Gasvari er öryggisbúnaður sem er sjálfsagður í öllum rýmum sem hætta er á gasleka, myndun gass, reyks eða skorti á súrefni.

Skynjari fyrir Propan- og/eða Butangas eru staðsettir 2-4 sm ofan við gólfflöt, sem næst líkegustu upptökum gasleka s.s. við gasofn, helluborð og gasgeymslu.

Við leggjum megin áherslu á að skynjararnir okkar séu næmir og eyði sem minnstu rafmagni; 100ma eða minna. Við erum því ekki með ódýrustu gerðir skynjara enda varla rétti staðurinn til þess að spara fé.

Gasskynjari 80248 er mjög nettur (87x56x25mm) líkastur dyrabjöllu og er ætlaður í þröng rými. Á honum er rofi sem hægt er að slökkva á skynjaranum og kveikja. Sami rofi notast einnig til þess að endurræsa skynjarann og slökkva á aðvörunarpípi.

Skynjari nr 80216 frá Carbest er aðeins fyrirferðarmeiri (72x115x44mm) en ódýrari.

Hann er jafnframt með hnapp til endurræsingar. 

 

Carbest, vörunr. 80248 kr. 14.950,- 

 

Carbest, vörunr. 80216 kr. 12.250,