Mjög algengir hitarar (ketill) í nýjum hjólhýsum.
Þeir hita vatn þegar húsið er tengt rafmagni, landtengingu, rafstöð eða áriðli.
Einnig getur lofthitamiðstöð blásið í gegnum hana og þannig velgt vatnið.
Hitarinn hentar ágætlega í handþvott og uppvask en er full lítill fyrir sturtu.
Hitaranum fylgir veggpanell með rofa.
Ef þú gleymdir að tæma hitarann þinn s.l. haust og hann er frostsprunginn
eigum við gjarnan viðgerðarsett svo þú þurfir ekki að skipta út öllum hitaranum.
Vatnshitari TT-2 Uppseldur
Viðgerðarsett B-2 kr. 26.590,-