Þeir vinsælustu ár eftir ár!
Afskaplega fyrirferðalitlir en öflugir mótorhitarar með 220V elementi og hringrásadælu 10L/mín.
Hitari hættir ef hiti í bakrennsli fer yfir 65°C, sem tryggir að vatnslás helst lokaður.
Hitari fer svo aftur í gang við 45°C.
Hitararnir eru ætlaðir í kælikerfi bensín- og díselvéla með frostlegi, sem smyr slitfleti.
Spara eldsneyti og auka endingu véla, svo ekki sé minnst á þægindin.
Búnaðurinn tengist einfaldlega inn á kælikerfi aflvéla með því að rjúfa vatsnlögn á milli miðstöðvar og vélar og hitar upp vélina fyrir gangsetningu. Gott er að miða við að hitari sé tengdur í 20-40 mín.
Jafnframt er hægt er að fá mjög nett 16A tengilsett/hraðtengi, sem sett er í stuðara eða grill og gerir alla notkun þægilegri.
Hægt er að hafa hitarana í sambandi langtímum saman en til þess að spara rafmagn er einfaldast að tengja búnaðinn þegar vaknað er að morgni, með rafmagnsframlengingu t.d. í gegnum glugga, eða með tengilklukku (220V), sem tengir á fyrirfram ákveðnum tíma.
Mekanískar og stafrænar tengilklukkur fást m.a. í öllum byggingavöruverslunum, og svo með Bluetooth fyrir síma eða nettentingu, t.d. í >ELKO<.
* Tryggja þarf að ekki geti myndast lofttappi í hiturunum og skal kælikerfið tryggilega lofttæmt.
* Hitari skal staðsettur neðar en forðabúr kælivökva.
* Tengistútar snúi upp eða 45° frá því, aldrei niður
* Lesið leiðbeiningar vel til þess að tryggja vandræðalausa notkun.
P3-2000W /10A | Fyrir vélar að 2L | UPPSELT |
P3-2500W /13A | Fyrir vélar 2L og yfir | Kr. 42.450,- |
Tengilsett <16A | Vatnsþétt hraðtengi | Kr. 8.250,- |