UPPSELD !
Hér verður galdurinn til; The Champion í öllu sínu veldi
Þetta stolt Champion notar hvort sem er bensín eða propangas til þess að knýja 3,2 Kw mótor sem snýr rafal, sem nýtir invertertækni til þess að tryggja hámarks afköst með hreinni sínusbylgju og lágmarks bjögun og spennuflökti. Champion rafstöðvar eru í algjörum sérflokki þegar kemur að véltækni og útfærslum. Allar vélar Champion eru hannaðar, smíðaðar og prófaðar af þeim sjálfum með verstu aðstæður í huga.
Þær henta því vel ..;
* Í byggingariðnaði
* Í ferðaiðnaði
* Í kvikmyndaiðnaði
* Sem varaafl fyrirtækja og heimila
* Í sumarhúsið
* Í landbúnaði
Sem dæmi um yfirburði Champion inverter rafstöðva er búnaður, sem tefur ádrepara á meðan rafall slekkur á útgangi svo tengdur rafbúnaður verði ekki fyrir spennufalli þegar drepið er á rafstöð. Búnaðurinn hlífir því einnig innviðum rafals og spennustýringa við ónauðsynlegu álagi.
Annað dæmi um sérstöðu Champion er hinn mikli startstraumur, en hann getur náð allt að 15,8A, sem hentar vel þegar ræstir eru þungir og straumfrekir mótorar s.s. loftræstingar, dælur og drifmótorar hvers konar.
Champion Dual Fuel 73001I-DF-EU er knúinn af 192cc Champion 1s cylinders, 4-gengis OHV vél, sem afkastar 3,3Kw (bensín).
Með 6 lítra eldsneytistank getur stöðin gengið í allt 8 klst á bensíni og 12 klst á gasi (5Kg gaskútur) m.v. 50% meðalálag. Vélin er með sjálfvirkan ádrepara ef smurolíuhæð er ekki nægileg eða halli of mikill og öll hönnun miðast við hámarks endingu og lágmarks viðhald. Rafallinn framleiðir hreina sínusbylgju, sem gerir þér kleift að knýja allan raf- og rafeindabúnað, stóran sem smáan.
Rafstöðin hentar einstaklega vel til kvikmyndagerðar, í ferðalagið, veiðina, bústaðinn, garðinn og sem varaaflgjafi.
Samanfellanlega handfangið og hjólin gera rafstöðina einstakleg þægilega í meðförum.
Vörunr. 73001I-DF-EU | UPPSELD | Nánari upplýsingar |
Yfirbreiðsla CH3000 | UPPSELD |
* Lengri gangtími; Hægt er að tengja saman 2 eða fleirri gaskúta sem lengir gangtíma rafstöðvarinnar milli áfyllinga.
* Minni mengun; Mun minni mengun er frá bruna gass en bensíns og hentar gas því betur þar sem hætta er á reyk- og lyktarmengun.
* Einfalt í geymslu; Ekkert fljótandi bensín með tilheyrandi lykt.
* Lágmarks hætta á lekamengun; Engir vökvar sem geta lekið við áfyllingu með tilheyrandi eldhættu.
* Minna viðhald; Lægri viðhaldskostnaður vegna hreinni bruna. Sót og óhreinindi geta hlaðist upp í brunahólfi og blöndung.
* Lengri líftími; Bensín í eldsneytistanki gufar upp með tímanum og eyðileggst en gaskúturinn er lokaður.
* Einfaldari áfylling; Nýjum gaskút er einfaldlega smellt við en ekki hellt á tank eins og þegar bensín er notað.