Samsett kerfi knúin af sól og vindi henta t.d. í heils árs kerfi.
Sólarsellur sjá þá um megin framleiðslu vor og sumar en vindur haust og vetur.
Saman getur kerfið viðhaldið rafgeymum allt árið.
Gæta þarf þess að velja búnað sem þolir þá miklu raun sem íslenskur vetur býður upp á.
Einnig skal huga að því í uppsetningu og vanda allan frágang.
Orkuþörfin segir til um áherslur og stærð hvorrar einingar um sig.
Sumarhús eru þá oft með 0,5-2kw í sólarsellum og 0,5kw í vindrafal.
Fjallaskálar eru meira 50/50 0,5 + 0,5 enda orkuþörfin minni.
Ef á að nota sumarhús að vetri er einnig gott að hafa litla rafstöð upp á að hlaupa.
Sú staða getur komið upp að hvorki hreyfi vind né skíni sól og rafgeymar lágir.
Þá er rafstöð ræst í ca. 30 mín. og rafgeymar hlaðnir til þess að geta notið sveitasælunnar.
Ef þú sendir okkur fyrirspurn varðandi þína lausn gerum við þér tilboð.
Vertu í sambandi við verslun í s. 5554900 og skoðum möguleikana saman.