Þýskar hátækni sólarsellur fyrir stærri notendur, hús og önnur mannvirki.
BAUER SOLAR er einn fremsti framleiðandi gæða sólarsella í heiminum í dag.
Verksmiðjur þeirra eru í Þýskalandi, en fyrirtækið sjálft er fjölskyldufyrirtæki stofnað 2003.
Framleiðslan hefur mest verið fyrir íbúðarhús. iðnaðarhúsnæði og orkuver.
Á Íslandi nýtist tækni þeirra til þess að virkja betur þessar örfáu sólar- og birtustundir sem við fáum.
Sellurnar þeirra eru s.k. bi-facial, sem þýðir að kísilflögurnar framleiða líka frá endurkasti á bakhlið
Öll birta sem sem endurkastst af bakfleti er nýtt því sellurnar eru með kísilflögur beggja vegna.
Afkastaaukningin getur numið allt að 30% eftir gerð bakflatar og afstöðu til sólar.
Bauer Solar notar 2mm HD PP-gler, beggja megin kísilflögunnar en þaðan kemur heitið Glass-Glass.
Þessi samlokuútfærsla gefur sólarsellunni gífurlegan styrk svo hún þolir 550kg/fm en vegur í staðinn 24,5kg.
Mælt haglþol er 30mm (ís /13gr) við 24/m sek beint á yfirborð.
Þær henta því afskaplega vel til þess að taka á sig verstu vetrarveður, mikið vindálag og snjóþunga.
Sellurnar frá Bauer eru því góður kostur fyrir uppsetningu sem á að endast sem lengst án viðhalds.
Ramminn er svartur svo flöturinn fær heildar yfirbragð og bræðir fyrr snjó af yfirborði sellunnar.
Þessi flokkur sella frá Bauer er því nefndur Glass-Glass Black.
Sellurnar eru með mun meir nýtni en við eigum að venjast, eða um 22%
Ef reiknað er með meðal endurkasti á bakflöt (20%) fer nýtni/fm yfir 26%
Svo skemmir ekki að þær koma líka með 30 ára verksmiðju- og framleiðsluábyrgð (85%) ;)
Til þess að lágmarka verðið tökum við sellurnar í búntum, 36stk á bretti.
Þess vegna er sellurnar seldar í lausu þ.e. ekki í pakkningum.
Auka umbúða- og pökkunargjald er því tekið ef senda á þær með pósti eða landflutningum.
Vel skal vanda, sem lengi skal standa !!
* Kynning á Bauer Solar á YouTube
* Sækja tæknilegar upplýsingar
* Meira um sólarsellur á mannvirki
Fáðu tilboð í þitt verkefni með því að hafa samband við okkur hér.